Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
27. september 2010 10:55

Námskeið um Norræna loftslagsdaginn

Námskeiðið Norræni loftslagsdagurinn verður haldið næsta miðvikudag, 29. september, á vegum Náttúruskóla Reykjavíkur.

Að námskeiðinu standa, auk Náttúruskólans, Skólar á grænni grein,Menntamálaráðuneytið, Námsgagnastofnun og Veðurstofa Íslands.

Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 14:30 með fyrirlestri Halldórs Björnssonar, okkar helsta sérfræðings í loftlagsmálum, þar sem hann fjallar vítt og breytt um þessa helstu umhverfisógn sem að okkur steðjar, og við eigum sannanlega sök á.

Að erindi hans loknu verður Námsgagnastofnun með kynningu á námsefni sem stofnunin hefur gefið út og fjallar um loftslagsmál.

Því næst kynnir Menntamálaráðuneytið verkefnasamkeppni sem skólum býðst að taka þátt í í tilefni af norræna loftslagsdeginum 11. nóvember nk.

Síðast á dagskránni verður svo fjallað um hugmyndir að kennsluverkefnum um loftslagsmál sem stutt geta við undirbúning nemenda fyrir þátttöku í verkefnasamkeppninni. Námskeiðinu lýkur kl. 17:00.

 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið natturuskoli@reykjavik.is með upplýsingum um:

1)  Nafn þátttakanda

2)  Heiti námskeiðs

3)  Heiti stofnunar eða skóla sem viðkomandi starfar við

 

Þátttökugjald er kr. 2.000,-


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is