Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
25. janúar 2011 10:12

Heimskaffi um menntun til sjálfbærni

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er unnið að endurskoðun námskráa fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig.  Skilgreindir hafa verið fimm grunnþættir menntunar í sameiginlegum inngangskafla fyrir öll skólastigin.

Einn þessara fimm þátta er menntun til sjálfbærni sem kemur nýr inn.  Miklu máli skiptir hvernig þessi þáttur birtist í námskrám í fyrsta skipti því hann markar tímamót.  Þess vegna er mikilvægt að opin og upplýst umræða um menntun til sjálfbærni fari fram í breiðum hópi fólks sem hefur látið sig hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar varða.

Boðað hefur verið til opins fundar í heimskaffistíl um menntun til sjálfbærni fimmtudaginn 27. janúar kl. 20:00-22:00.

Allar frekari upplýsingar um fundinn, skráningu og undirbúningsgögn er að finna hér

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is