Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
28. október 2011 13:45

Námskeið í tilefni af norræna loftslagsdeginum

Þann 8. nóvember nk. stendur Náttúruskóli Reykjavíkur fyrir námskeiði í tilefni af norræna loftslagsdeginum 2011. Dagurinn er nú haldinn í þriðja sinn og er í ár lögð áhersla á mat og loftslagsmál.

 

 

 

 

Námskeið Náttúruskólans fjallar einmitt um loftslagsmál, mat og fæðuöflun og felur bæði í sér fræðilega umfjöllun og ýmis konar kennsluverkefni sem henta jafnt almennum kennurum sem kennurum í heimilisfræði og hússtjórn.

 

 

Dagskrá námskeiðsins má sjá hér og hægt er að skrá sig til þátttöku hér. Vinsamlegast látið skráningunni fylgja eftirfarandi upplýsingar:

1) Nafn þátttakanda/þátttakenda

2) Kennitala þátttakanda/þátttakenda

3) Skóli eða vinnustaður viðkomandi

 

Hér má nálgast upplýsingar um norræna loftslagsdaginn 2011.

Líkt og í fyrra leggur Halldór Björnsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í loftslagsmálum, Náttúruskólanum lið og fjallar um loftslagsbreytingar. Að erindi hans loknu munu Helena Óladóttir og Orri Páll fjalla um tengsl matar og loftslagsmála og varpa fram bæði námsefni og kennsluverkefnum sem fjalla um efnið.

 

Þátttökugjald er kr. 2.000,- fyrir kennara sem starfa við grunn- og leikskóla Reykjavíkur er kr. 5.000,- fyrir aðra. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku, í síðasta lagi föstudaginn 4. nóvember.


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is