Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
29. ágúst 2012 11:44

Náttúruskólinn fagnar Grænfána

Í gær, 27. ágúst, fékk Náttúruskóli Reykjavíkur afhentan sinn annan Grænfána fyrir árangursríkt umhverfisstarf sl. ár.

 

Gerður Magnúsdóttir, starfskona Skóla á grænni grein (lengst til hægri), afhendir umhverfisnefnd Náttúruskólans grænfánann.

 

Umhverfisnefnd Náttúruskólans veitti fánanum viðtöku í Grasagarði Reykjavíkur þar sem hann var dreginn að húni að viðstöddum gestum og velunnurum skólans. Þar á meðal voru nokkrir Danir sem staddir eru hérlendis til að kynna sér útinám í grunn- og leikskólum borgarinnar. Náttúruskóli Reykjavííkur ásamt verkefninu Lesið í skóginn aðstoðu Dani við skipulagningu heimsóknarinnar.

Helena Óladóttir, Jónína Guðný Bjarnadóttir, Karen Pálsdóttir og Hildur Arna Gunnarsdóttir hjálpuðust að við að draga annan grænfána Náttúruskólans að húni.

 

Landvernd heldur utan um verkefnið Skólar á grænni grein en grænfáninn er viðurkenningin sem skólar geta sótt um fyrir þátttöku sína í verkefninu. Náttúruskóli Reykjavíkur hefur nú fengið leyfi til að flagga fánanum í eitt ár. Á hverju ári þarf skólinn að sýna fram á framfarir í umhverfismálum til að geta sótt um endurnýjun fánans.


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is