Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
27. september 2012 10:36

50 ára Silent Spring

Í dag eru liðin 50 ár frá útgáfu bókarinnar Silent Spring eftir Rachel Carson. Bókin markaði upphaf umræðu um umhverfismál og þau áhrif sem maðurinn hefur á umhverfið.

Í henni bendir Carson á óæskileg áhrif af notkun skordýraeitursins DDT á lífríki og heilsu en bókin er enn, líkt og þegar hún kom út, afar umdeild. Titill bókarinnar vísar til smáfugladauða sem mátti rekja til notkunar DDT.

 

Rachel Carson var líffræðingur að mennt og fékkst lengst af við vistfræðirannsóknir og ritun um náttúru og umhverfi.

Á íslensku nefnist bókin Raddir vorsins þagna en hún var bók mánaðarins í júlí 1965 hjá Almenna bókafélaginu.

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is