Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
2. júní 2010 13:48

Líður að lokum vorannar í Náttúruskólanum

Aldrei hafa fleiri og fjölbreyttari námskeið verið á döfinni í Náttúruskólanum en nú í vor.

Hér eru nokkrar myndir af því sem hefur farið fram:

 

Svona gerum við:  Steinahlíð - Útileikir og tilraunir.

Í lok apríl tók Steinunn í Steinahlíð á móti fríðum flokki kennara á námskeiðinu Útileikir og tilraunir. Námskeiðin í þessari námskeiðaröð voru ný af nálinni og fólust í því að nokkrir leikskólar, sem hafa náð góðum árangri í útikennslu og umhverfismennt, buðu þátttakendum að kynnast starfi sínu og verkefnum.

 

Sjálfbær útikennslusvæði

Í Björnslundi var haldið námskeiðið Sjálfbær útikennslusvæði í samstarfi við Skóla á grænni grein, Lís og Háskóla Íslands. Þar kynntust þátttakendur m.a. því hvernig meta má ástand gróðurlendis og stuðla þannig að sjálfbærri og heilbrigðri framvindu útikennslusvæða, þrátt fyrir sívaxandi notkun þeirra.

 

Svona gerum við: Reynisholt - Jóga og leikir.

Aðalheiður Stefánsdóttir í Reynisholti fræddi þátttakendur um hvernig þeim hefur tekist að gera jóga að miðpunkti útikennslunnar.  Námskeiðið fór fram í nýjum útikennslulundi leikskólans í lok maí og sumarið lék við höfuðborgarbúa.

 

 

Yngstu náttúrufræðingarnir

Í Grasagarðinum í Laugardal var m.a. setið við að sauma grashausa en auk þess leystu þátttakendur ýmis verkefni um veður, plöntur og dýr.

 

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is