Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
18. september 2012 15:13

Sólberjasaft á Hofi

Dagur íslenskrar náttúru markaði upphaf umhverfismenntar og útináms á leikskólanum Hofi í vetur. Öllum börnum og starfsfólki skólans var í haustsólinni boðið upp á sólberjasaft sem hituð var yfir eldi á leikskólalóðinni með aðstoð frá Náttúruskóla Reykjavíkur.

 

Búið að kveikja eld á færanlegu eldstæði og potturinn góði hangir yfir.

Leikskólinn Hof er sex deilda leikskóli þar sem dvelja að jafnaði 120 börn. Um árabil hefur útinám verið þáttur í leikskólastarfinu enda Laugardalurinn í næsta nágrenni.

Í ár eignaðist leikskólinn útieldunargræjur og er mikill áhugi í leikskólanum á að nýta þær í starfinu. Náttúruskóli Reykjavíkur aðstoðar starfsfólkið við fyrstu skrefin í að nota eld á leikskólalóðinni og í dag var í fyrsta skipti kveikt upp á lóðinni og boðið upp á heita hressingu af eldinum.

 

Særún aðstoðarleikskólastjóri og Helena verkefnisstjóri Náttúruskólans hjálpast að við að lyfta pottinum yfir eldinn og koma honum fyrir á þrífætinum.

 

Og svo fengu allir heita sólberjasaft.


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is