Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
9. nóvember 2012 15:13

Nýtum og njótum

 

Nýtnivikan verður haldin hér á landi í fyrsta sinn vikuna 17.-25. nóvember. Markmið hennar er að draga úr myndun úrgangs með því að hvetja fólk til að nýta hluti betur. Vikan er samevrópskur viðburður og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að lengja líftíma hlutanna og gefa þeim tækifæri á framhaldslífi.

 

Reykjavíkurborg tekur í fyrsta skipti þátt í Nýtnivikunni og mun standa fyrir fræðslu og samkeppni í tilefni hennar. Náttúruskóli Reykjavíkur leggur sitt af mörkum og hér að neðan má nálgast hugmyndir fyrir kennara að verkefnum og umræðu í skólastofunni ásamt skemmtilegu spili til að vekja athygli nemenda á málefninu.

 

Hugmyndir að verkefnum og umræðu.

Skemmtilegt spil til útprentunar.

 

Nánari upplýsingar um vikuna og viðburði henni tengda verða birtar hér á síðu Náttúruskólans þegar nær dregur.

Nýtnivikan verður einnig á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar.

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is