Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
10. mars 2009 08:54

Útikennslunámskeið í Bergen í júní

Dagana 8.- 12. júní verður haldið námskeið um útiskóla/náttúruskóla við kennaradeild Háskólans í Bergen. Námskeiðið fer fram í Bergen og nágrenni.

Tilgangur námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum ýmsa möguleika í útikennslu. Farið verður yfir kennsluaðferðir og viðfangsefni sem henta grunnskólanemum og þátttakendur fá tækifæri til að glíma við ýmis viðfangsefni sem nota má í kennslu ýmissa námsgreina.

Nánari upplýsingar er að finna á vefslóð námskeiðsins.

 

Skráning fer fram hér.

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is