Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
8. júní 2009 10:17

Vorönn að ljúka

Á næstu dögum lýkur vorönnum í Náttúruskóla Reykjavíkur líkt og í öðrum skólum borgarinnar.

Kennarar í leik- og grunnskólum borgarinnar hafa sýnt námskeiðum Náttúruskólans mikinn áhuga.  Fleiri námskeið hafa verið haldin nú í vor en áður og þátttaka fer æ vaxandi.

Síðasta námskeið vetrarins fer fram á morgun í Skrúðgarðinum í Laugardal.

 

Þátttakendur á námskeiðinu Yngstu náttúrufræðingarnir í vorblíðunni í Laugardal.

 

 

Í vor hafa tæplega 200 kennarar sótt námskeið Náttúruskólans.  Námskeiðin hafa verið af ýmsum toga.  Á vormisserinu voru ýmsar nýungar í boði, s.s. umhverfismenntanámskeiðið Vatn og námskeið í íslensku í stöðvakennslu á miðstigi.

Vinsælasta námskeið Náttúruskólans er þó án efa námskeiðið Náttúruleikir en í vor var lögð áhersla á að gera leikskólakennurum kleift að sækja námskeiðið með því að kenna það fyrir hádegi í stað í lok vinnudags.  Sú nýbreytni mæltist mjög vel fyrir og var fullbókað á námskeiðið löngu fyrir páska.

 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is