Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
15. mars 2013 14:13

Útikennsluapp - Náttúruskólinn óskar eftir áhugasömum þátttakendum

Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhenti í gær styrki til fjörutíu verkefna sem eiga að stuðla að framþróun í skóla- og frístundastarfi. Þar á meðal hlaut Náttúruskóli Reykjavíkur styrk fyrir verkefnið Útikennsluapp.

 

Útikennsluapp felst í því að búa til smáforrit (app) sem birtir tækifæri til útináms á þeim stað sem viðkomandi er staddur á (gps-hnitað). Forritið færir efnið nær notandanum, upplýsingarnar nýtast honum hér og nú og leiðbeiningarnar eru markvissari en ella.

 

Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur, tekur styrknum og rósinni fagnandi úr höndum Oddnýjar Sturludóttur, formanns skóla- og frístundaráðs.

 

 

Frumgerð forritsins, sem styrkur fékkst til að gera, miðast við verkefni fyrir leikskóla og byggir á handbókinni Ævintýri á gönguför. Handbókin er leiðarvísir um gönguleiðir í miðborginni og safn hugmynda að útinámsverkefnum fyrir leikskólabörn á þeim.

 

Náttúruskólinn leitar eftir áhugasömum þátttakendum, leikskólakennurum, til að leggja honum lið við prófun frumgerðar forritsins en hún fer fram í apríl næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þróun þessa verkefnis geta haft samband við verkefnisstjóra Náttúruskólans. Best er að senda tölvupóst á netfangið helena.oladottir@reykjavik.is.

 

Sjá nánar um afhendingu styrkjanna og verkefnin á vef Reykjavíkurborgar. 


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is