Veldu námsgrein
Veldu aldursstig
Reykjavíkurborg
23. júlí 2013 10:47

Náttúruleikir í Nauthólsvík

Þann 6. ágúst nk. kl. 9:30-11:30 verður hið sívinsæla námskeið Náttúruskólans Náttúruleikir haldið í samstarfi við Siglunes í Nauthólsvík. Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum og þeim sem starfa með börnum á aldrinum 3-9 ára.

Tekið er við skráningum á netfangið natturuskoli@reykjavik.is og þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir þá sem starfa hjá Reykjavíkurborg, kr. 5.000 fyrir aðra.

 

Náttúruleikir fela í sér að leikið og lært er með margvíslegan efnivið sem finna má á vettvangi. Leikirnir tengja saman notkun skynfæra, málörvun og umhverfisvitund og fjölmargir kennarar hafa innleitt þá í starfi sínu.


Til baka


yfirlit frétta

 
Náttúruskóli Reykjavíkur, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík    -    natturuskoli@reykjavik.is    -    www.natturuskoli.is