Einarslundur - Rjóðrið
Í Einarslund er farið eftir stíg sem liggur inn um þétt hlið sitkagrenis. Í lundinum eru þrjú kennslurými sem nýtast við mismunandi verkefni og kennslufyrirkomulag.
Í fyrsta rýminu er trjábekkur og borð, í öðru rýminu er eldstæði ásamt bekkjum sem standa umhverfis eldstæðið og í þriðja rýminu er skýli. Stígurinn endar við skýlið.
Í Einarslundi er alla jafna skjólgott og hlýtt og þar er hægt að leita skjóls árið um kring.
 |
Umhverfis eldstæðið eru bekkir sem rúma vel eina bekkjardeild nemenda. |
 |
Skýlið nýtist bæði sem vinnusvæði og sem geymsla fyrir töskur og önnur gögn. |